fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Hafa rætt við Manchester United um hugsanleg félagaskipti Greenwood í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 8. mars 2024 09:12

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona fylgist enn grannt með gangi mála hjá Mason Greenwood og skoðar þann möguleika að fá hann í sumar. Spænski miðillinn Sport segir frá þessu.

Greenwood er á láni hjá Getafe frá Manchester United. Hann hefur staðið sig frábærlega á þessari leiktíð og er með átta mörk og fimm stoðsendingar.

Börsungar sjá Greenwood sem góðan kost, sérstaklega í ljósi fjárhagsvandræða félagsins. Greenwood yrði sennilega fremur ódýr og þá líkar þeim hvað hann hefur fram að færa á vellinum.

Samningur Greenwood við United rennur út eftir næstu leiktíð en hann er ekki talinn eiga neina framtíð hjá félaginu í ljósi mála hans utan vallar. Enska félagið mun því sennilega losa sig við hann í sumar.

Samkvæmt Sport hefur Barcelona sett sig í samband við United og spurst fyrir um hugsanleg skipti Greenwood til Katalóníu í sumar.

Englendingurinn ungi var handtekinn snemma árs 2022 og grunaður um gróft ofbeldi í nánu sambandi. Eftir rúmt ár í rannsókn var málið látið niður falla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Starf Amorim ekki í hættu

Starf Amorim ekki í hættu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær