fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433

Tímasóun fyrir Manchester United – ,,Mun aldrei fá eins vel borgað annars staðar“

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. janúar 2024 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Martial er heitt umræðuefni í Manchester þessa dagana og hefur í raun verið á milli tannanna á fólki í nokkur ár.

Martial fær ekkert að spila hjá United í dag en hann er á frábærum samningi en verður þó samningslaus í sumar.

Martial gekk í raðir United frá Monaco 2015 en hefur aldrei staðist þær væntingar sem voru gerðar til hans eftir komuna.

Simon Jordan, fyrrum eigandi Crystal Palace, er alls enginn aðdáandi franska sóknarmannsins og gagnrýndi hann í útvarpsþætti TalkSport.

,,Ég horfi á hann sem algjöra tímasóun fyrir Manchester United,“ sagði Jordan við TalkSport.

Stjórnandi þáttarins á TalkSport, Alex Crooks, telur einnig að Martial sé mögulega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið.

,,Við greindum frá því fyrir nokkrum vikum að hann hefði engan áhuga á að kveðja þau laun sem hann er á, hann veit að hann mun aldrei fá eins vel borgað annars staðar.“

,,Þeir hafa verið orðaðir við Karim Benzema en ég get fullyrt það að sú skipti ganga ekki í gegn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur