Bayern Munchen goðsögnin Lothar Matthaus virðist lítt hrifinn af frammistöðu félagsins á leikmannamarkaðnum um þessar mundir.
Eric Dier mætti til Bayern á dögunum frá Tottenham og þá er Kieran Trippier sterklega orðaður við félagið.
„Bayern þarf styrkingu og meiri breidd en eru þetta styrkingar? Eric Dier hefur ekki verið lykilmaður hjá Tottenham undanfarið,“ segir Mathaus.
„Þetta er eins með Kieran Trippier. Fyrir mér er þetta ekki Bayern Munchen. Bayern á að einbeita sér að því að styrkja liðið eða fá unga leikmenn.
Í sumar var sagt að við gætum látið Benjamin Pavard og Josip Stanisic fara og fengið einhvern annan í staðinn. Þeir náðu ekki í neinn annan. Þess vegna lentu þeir í vandræðum með hægri bakvörð og miðvörð. Þeir héldu að þetta myndi reddast en það gerði það ekki.“