Íþróttaspekingurinn Mikael Nikulásson var gestur í Íþróttavikunni sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjóvnarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Íslenska karlalandsliðið vann góða sigra á Gvatemala og Hondúras í vináttuleikjum á dögunum. Ísland var ekki með sitt sterkasta lið í leikjunum og var því velt upp hvaða leikmenn gera tilkall til að vera í besta liði Íslands í mikilvægum umspilsleikjum um sæti á EM í mars. Þar mætir Ísland Ísrael í undanúrslitum og svo Úkraínu og Bosníu ef sá leikur vinnst.
„Ég myndi segja Logi Tómasson. Vinstri bakvarða staðan er líka svolítið opin,“ sagði Hrafnkell.
„Brynjólfur (Willumsson) var líka flottur. Hann kom mér á óvart, er fullur sjálfstrausts.“