Flestir bjuggust við að Erling Braut Haaland myndi hljóta verðlaunin. Hann vann þrennuna með Manchester City í fyrra og bætti markamet ensku úrvalsdeildarinnar á einu tímabili þegar hann skoraði 36 mörk.
Messi er á mála hjá Inter Miami í Bandaríkjunum en þess má geta að HM titill hans er ekki innan tímabilsins sem kosið er um.
„Hvernig er Haaland ekki besti leikmaður 2023? Ef verðlaun eins og þessi eiga að vera tekin alvarlega þarf að stöðva þetta. Verðlaunin verða á endanum einskis virði,“ skrifaði Fjørtoft á X (áður Twitter) í gær.
Það eru landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar, íþróttafréttamenn og stuðningsmenn sem kjósa og var allt hnífjafnt en Messi vann á fleiri atkvæðum á meðal landsliðsfyrirliða.
Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, svaraði Fjørtoft og benti á að landi Haaland og landsliðsþjálfari Íslands, Åge Hareide, hafi ekki kosið heldur aðstoðarþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson.
„Því miður kaus aðstoðarþjálfarinn í stað Åge Hareide. Jói er búinn að vera stuðningsmaður Liverpool alla tíð svo hann var aldrei að fara að kjósa Erling. Ef hann hefði gert það hefði Erling unnið verðlaunin í kvöld,“ skrifaði Hjörvar.
Unfortunately, the Icelandic assistant coach(Joey Gudjonsson) voted instead of Åge Hareide. Joey is a lifelong Liverpool fan, so he was never going to vote for Erling. If he'd done the right thing, Erling would have picked up the trophy tonight. pic.twitter.com/yEE6gohWKC
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) January 15, 2024