Ekkert samkomulag er í höfn á milli Borussia Dortmund og Manchester United vegna Jadon Sancho sem vill komast til Þýskaland á láni.
Sancho er að bíða eftir grænu ljósi til að hoppa upp í einkaflugvél og fara til Spánar þar sem Dortmund er í æfingaferð.
Viðræður hafa staðið yfir síðustu viku en eftir sitja nokkur atriði þar sem félögin hafa ekki náð saman.
Ólíklegt er talið að United vilji setja inn ákvæði sem gefur Dortmund tækifæri til að kaupa Sancho.
Sancho er einn launahæsti leikmaður Manchester United með 375 þúsund pund á viku, hann hefur ekki spilað síðan í ágúst á síðasta ári.
Erik ten Hag, stjóri United, neitar að nota Sancho eftir að þeim lenti saman snemma í september.
United keypti Sancho frá Dortmund fyrir tveimur og hálfu ári fyrir 75 milljónir punda.