fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Óskar og félagar staðfesta komu Antons Loga

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 15:08

Mynd: Haugesund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hefur selt Anton Loga Lúðvíksson til Haugesund í Noregi. Félögin staðfesta þetta.

Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Haugesund en hann tók við í haust eftir góð ár hjá Breiðabliki. Anton var í lykilhlutverki hjá Breiðablik síðasta sumar og lék afar vel á miðsvæði liðsins undir stjórn Óskars.

Anton er annar Íslendingurinn sem Óskar fær til Haugesund en áður hafði hann keypt Hlyn Frey Karlsson frá Val.

Miðjumaðurinn, sem er tvítugur, fór árið 2020 til SPAL á Ítalíu í stutta stund en fær nú annað tækifæri í atvinnumennsku.

Anton er í íslenska landsliðshópnum sem er á leið til Bandaríkjanna í verkefni þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki.

Tilkynning Breiðabliks
Anton Logi Lúðvíksson seldur til FK Haugesund

Þessi ungi og efnilegi leikmaður heldur nú til Noregs og mun þar spila fyrir norska úrvalsdeildarliðið FK Haugesund sem Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfar.

Anton Logi er uppalinn Bliki og hefur spilað 70 leiki með meistaraflokki fyrir Breiðablik og skorað í þeim 6 mörk en þar af eru 17 Evrópuleikir. Anton Logi fór áður á láni til SPAL á Ítalíu en tekur nú stórt skref með þessum samning við FK Haugesund. Anton Logi á einnig landsleiki með yngri landsliðum Íslands og var á dögunum valinn í A landslið karla.

Um leið og við þökkum Antoni Loga fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Breiðablik þá óskum við honum góðs gengis í nýjum og spennandi verkefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sverrir segir íslenska liðið hafa sýnt styrk sinn undanfarna daga – „Við erum komnir lengra“

Sverrir segir íslenska liðið hafa sýnt styrk sinn undanfarna daga – „Við erum komnir lengra“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Góð frammistaða en grátleg niðurstaða í París

Góð frammistaða en grátleg niðurstaða í París
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslenska landsliðið hreinlega rænt stigi í París – Sjáðu brotið sem var dæmt á Andra Lucas

Íslenska landsliðið hreinlega rænt stigi í París – Sjáðu brotið sem var dæmt á Andra Lucas
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er byrjunarlið Frakka fyrir leikinn gegn Íslandi

Svona er byrjunarlið Frakka fyrir leikinn gegn Íslandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Athyglisvert byrjunarlið Arnars gegn Frökkum – Guðjohnsen bræður saman frammi

Athyglisvert byrjunarlið Arnars gegn Frökkum – Guðjohnsen bræður saman frammi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hjartnæmt Guðjohnsen-myndband vekur athygli um heim allan

Hjartnæmt Guðjohnsen-myndband vekur athygli um heim allan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Isak boðar það að segja alla söguna um hvað gerðist bak við tjöldin

Isak boðar það að segja alla söguna um hvað gerðist bak við tjöldin