Samkvæmt enskum götublöðum eru aðilar innan Manchester United farnir að hafa áhyggjur af þeim áhrifum sem Kees Vos, umboðsmaður Erik ten Hag er nú með hjá félaginu.
Kees Vos á SEG sem er ein af stærstu umboðsskrifstofum hefur verið að herða tök sín innan Manchester United.
Vos hefur séð um kaup United á Rasmus Hojlund sem kom frá Atalanta í sumar. Hojlund rak umboðsmann sinn síðasta sumar og samdi við Vos.
Mánuði síðar hafði Hojlund skrifað undir hjá Manchester United. Vos sá um komu Sofyan Amrabat á láni frá Fiorentina.
Þá segja ensk blöð að Kees Vos vinni í því að ná í marga unga leikmenn Manchester United sem er nú þegar með umboðsmenn, eru margir ósáttir með það að umboðsmaður stjórans sé að vinna svona.