Ólafur Karl Finsen er búinn að leggja skóna á hilluna. Tilkynnti hann þetta með skemmtilegu myndbandi á Instagram.
„Ég lagði skónna á “hilluna” með kampavíni og kavíar í kryddsíldinni minni. Margir skilja ekki og krefjast svara. Ástæðan mín er einföld. Mér finnst mínum tilgangi sem spilandi leikmanni á hæsta stigi á Íslandi náð. Mér finnst ég geta gefið betur af mér í öðruvísi hlutverkum og á fleiri stöðum og þjónað mínum tilgangi þannig betur,“ skrifaði Ólafur með myndbandinu.
Ólafur spilaði síðast með Fylki og hefur einnig leikið með Val og FH en hann var lengst af hjá Stjörnunni. Varð hann Íslandsmeistari með liðinu 2014 og átti frábært tímabil.