Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið kallaður inn í hóp karlalandsliðsins fyrir komandi leik gegn Bosníu-Hersegóvínu í undankeppni EM 2024.
Hörður Björgvin Magnússon fékk rautt spjald gegn Lúxemborg í dag og má gera ráð fyrir að það sé ástæðan fyrir innkomu Brynjars.
Brynjar spilar í dag með HamKam í norsku úrvalsdeildinni eftir að hafa verið hjá Valarenga og Lecce í atvinnumennsku.
Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið kallaður inn í hópinn hjá A landsliði karla fyrir leikinn gegn Bosníu og Hersegóvínu. pic.twitter.com/QfBBDc7s4E
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 8, 2023