Ivan Toney, leikmaður Brentford, ætlar sér að prófa nýja áskorun næsta sumar ef marka má nýjustu fréttir.
Toney er þessa stundina í banni frá knattspyrnuiðkun vegna brota á veðmálareglum en hann má spila aftur í janúar.
Framherjinn hefur verið orðaður annað og er talið að Arsenal og Chelsea hafi áhuga á honum.
Talið er að félögin gætu reynt að fá hann strax í janúar en ef ekki er líklegt að Toney fari næsta sumar.
Hann var að skipta um umboðsskrifstofu og ætlar sér annað á næsta ári.
🔴🏴 Ivan Toney plan remains clear: try new, different opportunity in 2024 as he signed with new agents, represented by Stellar.
Arsenal and Chelsea are both informed on potential conditions of the deal for January or summer, different price.
Race still open. pic.twitter.com/pzld0S2gKy
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 28, 2023