Miðjumaðurinn Kalvin Phillips er alls ekki reiðubúinn í að taka við af Rodri ef sá síðarnefndi yfirgefur Manchester City.
Þónokkrir enskir miðlar fjalla um málið en Phillips hefur lítið getað síðan hann kom frá Leeds í fyrra.
Phillips fær aðeins fjóra í einkunn fyrir sína frammistöðu gegn Newcastle í leik í deildabikarnum í gær.
Phillips átti að berjast við Rodri um byrjunarliðssæti í Manchester en virðist alls ekki vera klár í að spila fyrir Englandsmeistarana.
Um er að ræða 27 ára gamlan miðjumann sem hefur spilað 13 deildarleiki á tveimur tímabilum en á þó að baki 28 landsleiki fyrir England.
Phillips var valinn versti maður vallarins í gær er Man City tapaði 1-0 gegn Newcastle og er úr leik í keppninni.