Jón Daði Böðvarsson átti flottan leik fyrir lið Bolton í kvöld sem lék við U21 lið Manchester United í EFL bikarnum.
Framherjinn skoraði sitt fyrsta mark á þessu tímabili og lagði einnig upp í öruggum 8-1 sigri.
Jón Daði skoraði sjötta mark Bolton í sigrinum en liðið hefur unnið báða leiki sína í riðlakeppninni til þessa.
Aðrir Íslendingar voru einnig í eldlínunni en Hákon Arnar Haraldsson byrjaði fyrir Lille sem tapaði 2-1 gegn Reims í Ligue 1.
Um var að ræða nokkuð óvænt tap en landsliðsmaðurinn fór af velli eftir rúmlega hálftíma.
Birkir Bjarnason byrjaði þá hjá Brescia í Serie B en liðið gerði markalaust jafntefli við Spezia.