Það var boðið upp á ansi fjörugan grannaslag í dag er Arsenal og Tottenham áttust við í ensku úrvalsdeildinni.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Heung Min Son skoraði tvö fyrir gestina frá Tottenham sem lentu tvisvar undir.
Son sá um að jafna leikinn í bæði skiptin og eru bæði lið með 14 stig eftir fyrstu sex leikina.
Chelsea tapaði þá 1-0 heima gegn Aston Villa en liðið lék manni færri frá byrjun seinni hálfleiks.
Malo Gusto fékk þá að líta beint rautt spjald sem hjálpaði Ollie Watkins að tryggja 1-0 útisigur fyrir gestina.
Liverpool vann flottan 3-1 heimasigur á West Ham og Brighton gerði það sama gegn Bournemouth.
Arsenal 2 – 2 Tottenham
1-0 Christian Romero(’26, sjálfsmark)
1-1 Heung Min Son(’42)
2-1 Bukayo Saka(’54)
2-2 Heung Min Son(’55)
Chelsea 0 – 1 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins(’73)
Liverpool 3 – 1 West Ham
1-0 Mo Salah(’16)
1-1 Jarrod Bowen(’42)
2-1 Darwin Nunez(’60)
3-1 Diogo Jota(’85)
Brighton 3 – 1 Bournemouth
0-1 Dominic Solanke(’25)
1-1 Milos Kerkez(’45, sjálfsmark)
2-1 Kaouru Mitoma(’46)
3-1 Kaouru Mtioma(’77)