Sheffield United 0 – 8 Newcastle
0-1 Sean Longstaff(’21)
0-2 Dan Burn(’31)
0-3 Sven Botman(’35)
0-4 Callum Wilson(’56)
0-5 Anthony Gordon(’61)
0-6 Miguel Almiron(’68)
0-7 Bruno Guimaraes(’73)
0-8 Alexander Isak(’87)
Sheffield United varð sér til skammar í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Newcastle í lokaleik dagsins.
Nýliðarnir voru hreint út sagt skelfilegir í þessum leik og voru stúkur vallarins ekki lengi að tæmast.
Newcastle mætti til Sheffield og skoraði heil átta mörk og er þetta stærsti sigur liðsins í sögu úrvalsdeildarinnar.
Átta mismunandi leikmenn komust á blað fyrir gestina í sigrinum en frammistaða gestaliðsins var stórkostleg á tímum.
Newcastle er komið í áttunda sæti deildarinnar og var að vinna sinn fyrsta leik eftir þrjú töp í röð.