Bikarúrslit
Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans en nýr þáttur kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og að þessu sinni var gesturinn Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Bikarúrslitaleikur Víkings og KA fór fram síðustu helgi á Laugardalsvelli þar sem fyrrnefnda liðið vann góðan 3-1 sigur og vann þar með bikarinn í fjórða skiptið á fimm árum.
Helgi vakti athygli á því í þættinum að nokkrir stuðningsmenn KA hafi viðhaft ljót ummæli við ungan boltastrák á leiknum.
„Það var einn boltastrákur sem var alltaf svolítið lengi að gefa boltann á KA menn. Ég hafði gaman að þessu, smá banter. En hann var að fá alvöru hita úr stúkunni frá fullorðnum KA stuðningsmönnum,“ sagði Helgi.
„Mér blöskraði smá þarna í restina,“ bætti hann við.
Umræðan um þetta og bikarúrslitaleikinn í heild er hér að neðan.