Erling Haaland komst að sjálfsögðu á blað fyrir Manchester City sem mætti Nottingham Forest í dag.
Þremur leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni en Man City er eina sigurlið dagsins hingað til.
Englandsmeistararnir unni 2-0 sigur og spiluðu þá manni færri nánast allan seinni hálfleik eftir rauða spjald Rodri.
Luton og Wolves gerðu þá 1-1 jafntefli rétt eins og Crystal Palace og Fulham sem skildu markalaus.
Manchester City 2 – 0 Nott. Forest
1-0 Phil Foden(‘7)
2-0 Erling Haland(’14)
Luton 1 – 1 Wolves
0-1 Pedro Neto(’50 )
1-1 Carlton Morris(’65, víti)
Crystal Palace 0 – 0 Fulham