Það fer fram hörkuleikur klukkan 19:00 í kvöld er Burnley spilar við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
Um er að ræða lokaleik dagsins í deildinni en fjórum viðureignum er nú þegar lokið.
Jóhann Berg Guðmundsson er á mála hjá Burnley en hann byrjar leikinn að þessu sinni.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Burnley: Trafford, Beyer, Roberts, Al Dakhil, Taylor, Koleosho, Ramsey, Gudmundsson, Brownhill(c), Cullen, Amdouni
Man Utd: Onana, Evans, Lindelöf, Diogo Dalot, Reguilón, McTominay, Mejbri, Casemiro, Bruno Fernandes(c), Højlund, Rashford