Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, hefur tjáð sig um vængmanninn umdeilda Mykhailo Mudryk sem kom í janúar.
Mudryk hefur ekki staðist væntingar hjá Chelsea og hefur nú leikið 21 leik fyrir félagið án þess að skora mark.
Chelsea borgaði 89 milljónir punda fyrir Mudryk sem spilaði áður fyrir Shakhtar Donetsk í Úkraínu.
Mudryk átti ekki frábæran leik í gær er Chelsea gerði markalaust jafntefli við Bournemouth en Pochettino missir ekki trú.
,,Hann er að bæta sig, hann þarf að læra á ensku úrvalsdeildina, hraðinn er gríðarlega mikill,“ sagði Pochettino.
,,Hann þarf að skilja leikinn betur og vera betur tengdur liðinu. Við þurfum að gefa honum tíma til að bæta sig á tímabilinu.“