Paris Saint-Germain hafnaði því að fá Jude Bellingham til liðs við sig í fyrra ef marka má staðarmiðilinn Le Parisien.
Bellingham gekk í raðir Real Madrid frá Borussia Dortmund í sumar og hefur algjörlega farið á kostum í spænsku höfuðborginni.
Englendingurinn ungi hafði áður heillað mikið með Dortmund og var hann orðaður við fjölda stórliða.
Samkvæmt frétt Le Parisien vildi yfirmaður íþróttamála hjá PSG, Luis Campos, ekki fara á eftir Bellingham í fyrra þar sem hann vildi einbeita sér að því að þróa hinn unga og afar efnilega Warren Zaire-Emery.
Þessi 17 ára gamli leikmaður hefur til að mynda byrjað alla leiki PSG það sem af er tímabili og er vonarstjarna félagsins. Stuðningsmenn hefðu þó líklega flestir verið til í að fá Bellingham til liðs við sig.