fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Sturlaðist eftir leikinn í gær og segir dómarana vera með of mikil völd: Vilja ráða hvernig hans lið spilar – ,,Þetta má ekki gerast“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. september 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Heckingbottom, stjóri Sheffield United, var bálreiður í gær eftir leik liðsins við Tottenham.

Sheffield var lengi með 1-0 forystu á útivelli gegn Spurs en fékk á sig tvö mörk í uppbótartíma og tapaði að lokum 2-1.

Dómarar leiksins bættu fjölmörgum mínútum við venjulegan leiktíma þar sem þeir töldu Sheffield vera að tefja tímann eins mikið og liðið gat.

Það er eitthvað sem Heckingbottom sættir sig ekki við en þessi regla er í raun ný á Englandi eða í dag er tekið strangar á tímasóun en áður.

,,Það þarf eitthvað að breytast strax. Ég er ekki að væla, ég nefndi þetta þegar við vorum 1-0 yfir í hálfleik líka,“ sagði Heckingbottom.

,,Þeir einbeita sér að tímaeyðslunni svo dómararnir eru að stjórna því hvernig við spilum okkar leik. Tottenham pressar á okkur og það stjórnar því einnig hvernig við spilum.“

,,Þetta má ekki gerast en þetta er staðreyndin, dómararnir vilja ráða því hvernig við spilum okkar fótbolta. Þeir eru helteknir af þessari tímasóun og gulum spjöldum.“

,,Dómgæslan var ömurleg og tengist fótboltanum ekki neitt, þetta snýst bara um að stjórna hvernig leikurinn fer fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni