fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Sturlaðist eftir leikinn í gær og segir dómarana vera með of mikil völd: Vilja ráða hvernig hans lið spilar – ,,Þetta má ekki gerast“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. september 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Heckingbottom, stjóri Sheffield United, var bálreiður í gær eftir leik liðsins við Tottenham.

Sheffield var lengi með 1-0 forystu á útivelli gegn Spurs en fékk á sig tvö mörk í uppbótartíma og tapaði að lokum 2-1.

Dómarar leiksins bættu fjölmörgum mínútum við venjulegan leiktíma þar sem þeir töldu Sheffield vera að tefja tímann eins mikið og liðið gat.

Það er eitthvað sem Heckingbottom sættir sig ekki við en þessi regla er í raun ný á Englandi eða í dag er tekið strangar á tímasóun en áður.

,,Það þarf eitthvað að breytast strax. Ég er ekki að væla, ég nefndi þetta þegar við vorum 1-0 yfir í hálfleik líka,“ sagði Heckingbottom.

,,Þeir einbeita sér að tímaeyðslunni svo dómararnir eru að stjórna því hvernig við spilum okkar leik. Tottenham pressar á okkur og það stjórnar því einnig hvernig við spilum.“

,,Þetta má ekki gerast en þetta er staðreyndin, dómararnir vilja ráða því hvernig við spilum okkar fótbolta. Þeir eru helteknir af þessari tímasóun og gulum spjöldum.“

,,Dómgæslan var ömurleg og tengist fótboltanum ekki neitt, þetta snýst bara um að stjórna hvernig leikurinn fer fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Urðar yfir Martinelli eftir að hann hjólaði í alvarlega meiddan Bradley

Urðar yfir Martinelli eftir að hann hjólaði í alvarlega meiddan Bradley
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kaflaskipt í baráttu risanna á Emirates – Arsenal mistókst að taka afgerandi forystu á toppnum

Kaflaskipt í baráttu risanna á Emirates – Arsenal mistókst að taka afgerandi forystu á toppnum