Það var boðið upp á ansi óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni í dag en fimm leikur voru að klárast rétt í þessu.
Manchester United fékk að finna fyrir því á heimavelli er skemmtikraftarnir í Brighton mættu til leiks og sóttu þrjú stig.
Brighton komst í 3-0 í þessum leik og hafði að lokum betur en heimamenn klóruðu í bakkann fyrir lokaflautið.
Það stefndi einnig í gríðarlega óvænt úrslit í London þar sem Tottenham fékk Sheffield United í heimsókn.
Staðan var 1-0 fyrir Sheffield er 98 mínútur voru komnar á klukkuna en heimamenn áttu enn eftir að skora tvö mörk og tryggja afskaplega dramatískan sigur.
Manchester City vann sitt verkefni 3-1 gegn West Ham en liðið var undir þegar flautað var til hálfleiks.
Fulham vann þá Luton 1-0 og Aston Villa hafði betur 3-1 gegn Crystal Palace eftir tvö mörk í uppbótartíma.
Man Utd 1 – 3 Brighton
0-1 Danny Welbeck(’20)
0-2 Pascal Gross(’53)
0-3 Joao Pedro(’71)
1-3 Hannibal Mejbri(’73)
Tottenham 2 – 1 Sheffield Utd
0-1 Gustavo Hamer(’74)
1-1 Richarlison(’98)
2-1 Dejan Kulusevski(‘100)
West Ham 1 – 3 Man City
1-0 James Ward Prowse(’36)
1-1 Jeremy Doku(’46)
1-2 Bernardo Silva(’76)
1-3 Erling Haaland(’86)
Aston Villa 3 – 1 C. Palace
0-1 Odsonne Edouard(’48)
1-1 Jhon Duran(’88)
2-1 Douglas Luiz(’98, víti)
3-1 Leon Bailey(‘101)
Fulham 1 – 0 Luton
1-0 Carlos Vinicius(’65)