fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Hareide segir tap Íslands ekki breyta nálgun sinni – Bendir á að vonin sé ekki úti

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. september 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, segir tapið slæma gegn Lúxemborg á föstudag ekki breyta nálgun hans þegar kemur að næstu leikjum í undankeppni EM, þrátt fyrir að vonin um að komast upp úr riðlinum sé veik.

Íslenska liðið tapaði 3-1 gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á föstudag og var frammistaðan alls ekki góð.

„Nei, það breytir því ekki. Við verðum að halda í bestu leikmennina en líka koma ungu leikmönnunum inn í þetta,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í Laugardal í gær, aðspurður hvort tapið í Lúxemborg breyti nálgun hans þegar kemur að síðustu fimm leikjum riðilsins.

Hareide benti jafnframt á að Ísland gæti átt mikilvæga leiki framundan eftir þessa undankeppni og að það sé mikilvægt að halda mönnum á tánum.

„Það er önnur undankeppni næsta haust og þetta er ekki alveg búið því við förum líklega í umspilið (um sæti á EM 2024 í gegnum Þjóðadeildina) í mars. Það er mjög mikilvægt að koma stöðugleika á liðið fyrir það.“

Ísland tekur á móti Bosníu-Hersegóvínu klukkan 18:45 í kvöld í næsta leik sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Haaland snýr aftur

Haaland snýr aftur
433Sport
Í gær

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“