fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Benzema búinn að krota undir flest alla pappíra fyrir skiptin til Sádi-Arabíu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. júní 2023 10:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Karim Benzema er að yfirgefa Real Madrid og halda til Sádi-Arabíu. Þar verður áfangastaðurinn Al Ittihad.

Það komst á hreint um helgina að hinn 35 ára gamli Benzema myndi ekki skrifa undir nýjan samning við Real Madrid. Hann ætlar til Al Ittihad þar sem hann fær ansi veglegan samning.

Benzema skrifar undir samning til 2025 í Sádi-Arabíu með möguleika á framlengingu. Búið er að skrifa undir mest alla pappíra.

Franski framherjinn hefur verið á mála hjá Real Madrid síðan 2009. Hann náði ótrúlegum árangri á þeim tíma og vann Meistaradeild Evrópu til að mynda fimm sínum.

Benzema hefur alls leikið 648 leiki fyrir Real Madrid, skorað 354 mörk og lagt upp önnur 165.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Forráðamenn Dortmund flugu til Englands til að funda með Bellingham

Forráðamenn Dortmund flugu til Englands til að funda með Bellingham
433Sport
Í gær

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Í gær

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Í gær

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði
433Sport
Í gær

Missir af EM

Missir af EM