fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Pálmi sagðist kvíða morgundeginum og viðurkennir þreytu: ,,Ekki viss um að ég gæti staðið upp aftur“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. júní 2023 10:00

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pálmi Rafn Pálmason var í skemmtilegu viðtali við Fótbolta.net í gær þar sem hann ræddi endurkomuna í boltann.

Pálmi ákvað að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabill en hann hafði leikið með KR í fjölmörg ár.

Miðjumaðurinn hefur nú skrifað undir stuttan samning við Völsung og ætlar að klára tímabilið í 2. deildinni.

Hann spilaði sinn fyrsta leik á fótboltaárinu en Völsungur tapaði þar 2-0 gegn Haukum.

Pálmi viðurkennir að hann sé ekki í mikilli æfingu þegar kemur að því að spila leikinn en er þó í fínasta líkamlegu standi.

„Hver maður sér það hérna í dag að ég var ekki með orku í 90 mínútur. Þetta urðu helvíti margar mínútur og ég kvíði morgundeginum,“ sagði Pálmi við Fótbolta.net.

,,Ég hafði mestar áhyggjur af því að ég gæti ekki staðið aftur upp. Ég viðurkenni fúslega að ég er þreyttur.“

Pálmi tekur fram að þetta sé í fyrsta sinn í nokkra mánuði sem hann sparkar í bolta en hann lék nánast allan leikinn í tapinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar