fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu Mourinho sturlast í bílakjallaranum í nótt – „Farðu til fjandans“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. júní 2023 07:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho stjóri Roma var brjálaður eftir tap gegn Sevilla í gærkvöldi, um var að ræða úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Að leik loknum beið hann eftir Anthony Taylor dómara.

Paulo Dybala kom Roma yfir í leiknum gegn Sevilla með marki í síðari hálfleik, mikil harka einkenndi leikinn.

Gianluca Mancini varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark og 1-1 var staðan eftir venjulegan leiktíma.

Hart var barist í framlengdum leik en hvorugu liðinu tókst að troða boltanum í netið.

Í vítaspyrnukeppni varð Mancini fyrir því óláni að klikka á spyrnunni, sjálfsmark og vítaspyrna sem fór forgörðum.

Það var ekki eina spyrnan sem Roma klikkaði á og Sevilla var sigurvegari leiksins. Er þetta í fyrsta sinn sem Jose Mourinho, stjóri Roma, tapar úrslitaleik Í Evrópukeppni.

Mourinho beið eftir Taylor í bílakjallara og lét ýmis orð falla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“
433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista