fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Njósnarar Manchester United fylgjast náið með einum besta leikmanni yfirstandandi tímabils

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 20. mars 2023 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur sent njósnara á leiki enska úrvalsdeildarfélagsins Brighton á yfirstandandi tímabili til þess að fylgjast með leikmanni félagsins, Japananum Kaoru Mitoma sem hefur farið með himinskautum í spræku liði Brighton.

Mitoma hefur reynst andstæðingum Brighton erfiður á tímabilinu. Þessi 25 ára gamli leikmaður gekk til liðs við Brighton árið 2021 frá Kawasaki Frontale fyrir rétt tæpar 3 milljónir punda. Eftir dvöl á láni hjá Union Saint-Gilloise fékk hann traustið í aðalliði Brighton og hefur þar skarað fram úr.

Á vef The Sun er greint frá því að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United hafi áhuga á að fá leikmanninn í rauða hluta Manchesterborgar. Mitoma hefur spilað 27 leiki með Brighton á tímabilinu í öllum keppnum, skorað 9 mörk og gefið 6 stoðsendingar.

Það er ekki óvenjulegt að félög í ensku úrvalsdeildinni séu með njósnara á leikjum andstæðinga sinna í deildinni en The Sun segir njósnara á vegum Manchester United hafa verið að einbeita sér að Mitoma.

Ljóst er að frammistaða Mitoma á yfirstandandi tímabili hefur varpað á hann kastljósi, spurningin er ekki hvort heldur hvaða félög munu reyna við hann í sumar.

Kaoru MItoma / GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur