fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Leikþáttur ársins 2023: „Eitthvað hafa þeir haft til síns máls“

433
Laugardaginn 30. desember 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið, Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.

Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Leikþáttur ársins þetta árið var þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson, mætti með sína menn í Breiðabliki á rútu rétt fyrir leik í Fossvoginn. Til að fá verðlaun fyrir leikþátt ársins, þá þarf hann að vera góður.

„Mér fannst þetta skemmtilegt, ég myndi nú frekar hafa það þegar Halldór Árnason lét sig detta,“ sagði Hrafnkell Freyr og átti þar við fyrri leik liðanna í deildinni.

Kristján hafði gaman að þessu. „Þessi rútuferð, eitthvað hafa þeir haft til síns máls, Víkingar hafa verið að taka þennan klefa í gegn. Þetta var bara gaman, leikurinn var skemmtilegur.“

Hörður Snævar talaði vel um þetta. „Mikill hiti í aðdraganda leiksins, tveimur dögum fyrir leik var sagan að þeir myndu ekki mæta til leiks og svo fréttist þetta á leikdegi. Við munum sakna þess úr íslenska boltanum, 90 prósent af mestu lesnu fréttum tengdum íslenskum fótbolta voru tengdar Óskari Hrafni.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Flytur frá Manchester til Norwich

Flytur frá Manchester til Norwich
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

ÍBV henti KR úr bikarnum – Mosfellingar og Keflvíkingar áfram

ÍBV henti KR úr bikarnum – Mosfellingar og Keflvíkingar áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
Hide picture