Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, þakkaði stuðningsmönnum liðsins fyrir stuðninginn á Anfield í kvöld.
Liverpool spilaði við Arsenal og gerði 1-1 jafntefli en Klopp skaut létt á stuðningsmenn sinna manna eftir leik gegn West Ham í deildabikarnum á dögunum.
Það var gríðarleg stemning á Anfield í leik kvöldsins og er ljóst að Klopp náði mönnum á tærnar með ummælunum á dögunum.
,,Augljóslega þá byrjaði Arsenal betur en fyrst og fremst eftir ummælin sem ég lét falla um Anfield í síðustu viku þá verð ég að þakka fyrir mig, stemningin var mögnuð,“ sagði Klopp.
,,Þeir nýttu færið sitt mjög vel, við hefðum getað gert betur. Þetta var tæp rangstaða en það er í lagi. Eftir það komumst við inn í leikinn og eftir hálfleikinn áttum við að skora.“
,,Leikurinn endar 1-1 gegn sterku liði og við verðum að halda áfram héðan.“