fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Fjarlægja styttuna af séra Friðriki

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. desember 2023 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalstjórn Vals hefur tekið þá ákvörðun að fjarlægja styttuna af séra Friðriki Friðrikssyni sem stendur á lóð félagsins.

Ákvörðunin er tekin eftir að nýlega kom í ljós að séra Friðrik hefði beitt unga drengi kynferðislegri áreitni og ofbeldi á sínum tíma, en hann lést árið 1961.

Félagið segir í yfirlýsingu að það taki þessa ákvörðun eftir samtöl innan félagsins.

„Með þessari ákvörðun er félagið að senda skýr skilaboð út í samfélagið um að hegðun sem þessi er eitthvað sem við fordæmum með öllu og viljum ekki tengjast með nokkrum hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Yfirlýsingin í heild
Eftir þónokkra umræðu og vinnu innan Knattspyrnufélagsins Vals undanfarnar vikur hefur aðalstjórn félagsins tekið þá ákvörðun að fjarlægja styttuna af séra Friðriki Friðrikssyni sem stendur á lóð félagsins. Ljóst er á samtölum okkar og umfjöllun aðalstjórnar um þetta erfiða mál að séra Friðrik fór yfir velsæmismörk gagnvart drengjum og áreitti þá kynferðislega.

Þó séra Friðrik hafi ekki starfað innan félagsins og við höfum engin dæmi þess að brot hafi átti sér stað er tengjast félaginu þá er saga Vals og séra Friðriks samofin og umræðan upp á síðkastið hefur skaðað félagið okkar.

Við breytum ekki sögunni og þó um sé að ræða löngu liðna atburði er mikilvægt að horfa til framtíðar og framtíð Vals er svo sannarlega björt.

Með þessari ákvörðun er félagið að senda skýr skilaboð út í samfélagið um að hegðun sem þessi er eitthvað sem við fordæmum með öllu og viljum ekki tengjast með nokkrum hætti.

Félagið stendur með þeim aðilum sem eiga um sárt að binda vegna þessa máls.

Hörður Gunnarsson, formaður Vals

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref