fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Sölvi „langlíklegastur“ til að taka við

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. desember 2023 20:30

Sölvi og Kári á góðri stundu. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hefur verið sterklega orðaðir frá liðinu undanfarið og við Norrköping í Svíþjóð. Kári Árnason sagði við 433.is í gær að langlíklegast væri að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarmaður hans, tæki við ef Arnar fer.

„Það er í raun ekkert nýtt að frétta. Þetta er búið að vera rosalega langt ferli og ég skil ekki alveg hvað tekur svona langan tíma hjá þeim. Þeir fengu leyfi til að tala við hann en síðan hefur ekkert heyrst né spurst,“ sagði Kári um stöðu mála, en Arnar hefur farið á fjóra fundi með Norrköping.

video
play-sharp-fill

„Við erum búnir að reyna að tryggja ákveðna samfellu hér í Víkinni þannig það á sem minnst að breytast þegar Arnar fer. Ég segi þegar því hann er það heitur að hann mun örugglega fara á endanum. Við verðum að sjá til þess að liðið veikist ekki við það.“

Sem fyrr segir er Sölvi aðstoðarþjálfari Víkings og er hann líklegastur í að taka við.

„Hann er náttúrulega langlíklegasti kandídatinn í það,“ segir Kári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher hjólar í Garnacho fyrir hegðun hans á fyrsta leik Chelsea

Carragher hjólar í Garnacho fyrir hegðun hans á fyrsta leik Chelsea
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru
Hide picture