Franskir miðlar segja frá því að Kylian Mbappe hafi gefið eftir rúmlega 12 milljarða í bónus hjá franska félaginu PSG.
Síðasta sumar lét Mbappe vita af því að hann myndi ekki framlengja samning sinn við PSG.
Urðu forráðamenn félagsins ansi reiðir vegna þess og hótuðu því að Mbappe myndi ekki spila ef hann framlengdi ekki samning sinn.
Mbappe átti að fá greiddar 80 milljónir evra í bónus í sumar fyrir að vera áfram leikmaður PSG.
Félagið og Mbappe náðu saman um að hann myndi ekki framlengja samning sinn en hann myndi þá gefa eftir bónusinn.
Segir RMC að þetta sé eina ástæða þess að Mbappe er nú að spila með PSG en búist er við að hann fari til Real Madrid á frjálsri sölu næsta sumar.