Luis Suarez mun ganga í raðir Inter Miami eftir að samningur hans við Gremio rennur út í lok árs. Spænska blaðið El Pais segir frá þessu.
Hinn 36 ára gamli Suarez gekk í raðir Gremio í upphafi árs en er á förum þangað.
Nú er því haldið fram að hann muni ganga í raðir Inter Miami í MLS-deildinni vestan hafs. Þar mun hann endurnýja kynnin við Lionel Messi en þeir spiluðu auðvitað saman hjá Barcelona.
Þá er David Beckham eigandi félagsins.
Suarez hefur á ferli sínum raðað inn mörkum fyrir lið á borð við Barcelona, Liverpool og Ajax.