fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Ronaldo borgaði konunni fyrir að ræða aldrei málið – Hún telur að þetta skjal sanni að hann hafi nauðgað sér

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. október 2023 21:00

Mayorga og Ronaldo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögfræðingar, Cristiano Ronaldo, þurfa að mæta í dómsal í Las Vegas í dag þar sem Kathryn Mayorga heldur áfram að krefjast þess að mál hennar gegn Cristiano Ronaldo fari í gegnum kerfið.

Kathryn Mayorga heldur því fram að Ronaldo hafi nauðgað sér á hótelherbergi í Las Vegas sumarið 2009.

Skömmu eftir atvikið skrifaði Mayorga undir skjal um að ræða aldrei samskipti þeirra og borgaði Ronaldo henni 375 þúsund dollara fyrir það.

Mayorga telur að þessar 52 milljónir sem hún fékk frá Ronaldo sanni að hann hafi svo sannarlega brotið á henni. Ronaldo neitar sök.

Málið var tekið aftur upp í fyrra en saksóknari þar í landi taldi engar líkur á að Ronaldo yrði sakfelldur og felldi málið niður.

Mayorga vill reyna aftur á málið en Ronaldo hefur neitað sök í málinu.

Svona er saga Mayorga:

Atvikið á að hafa átt sér stað þann 12. júní árið 2009, Mayorga var 25 ára á þeim tíma og vann við það að lokka gesti inn á skemmtistað. Þar hitti hún Ronaldo, á Rain skemmtistaðnum.

Þau fóru síðan á hótelið þar sem Ronaldo dvaldi og þar á hin meinta nauðgun að hafa átt sér stað. Ronaldo hefur alltaf neitað sök en það eina sem er ljóst er að hann greiddi Mayorga 375 þúsund dollara fyrir að segja ekki orð. Nú þegar hún hefur tjáð sig, ber henni að endurgreiða Ronaldo alla þessa upphæð.

Mayorga segir að #MeeToo herferðin hafi orðið til þess að hana langaði að tala. Hún hafi séð margar sögur og tengt við þær.

,,Hann er virkilega frægur og ég var smeyk, hrædd um viðbrögðin. Ég skrifaði undir þetta skjal því ég ætlaði ekki að vera í sviðsljósinu,“ sagði Mayorga.

,,Lögfræðiteymi Ronaldo reyndi að drepa þetta, ég drakk smá kampavín þetta kvöld. Ég var í aðhaldi.“

,,Hann gaf mér drykk og kynnti mig fyrir bróður sínum og öllum vínum sínum. Við spjölluðum smá og svo gaf ég honum símanúmerið mitt og fór.“

,,Ég var nýkomin út þegar ég fékk skilaboð frá Ronaldo um að koma í annað partý svo ég fór með vinkonu minni. Við biðum í andyri hótelsins þegar þeir segja að partýið sé búið. Við fórum með þeim en ég dróg Jordan, vinkonu mína til hliðar og sagði henni að við myndum taka eina mynd af okkur og fara svo. Það var frábært útsýni þarna.“

,,Þetta voru sætir strákar en klukkan var mikið og ég átti að fara í myndatöku um morguninn, ég vildi ekki fara í heita pottinn.“

Mayorga kveðst hafa farið inn á klósett til að skipta um föt þegar Ronaldo gekk til hennar. Limur hans hafi verið kominn út úr buxunum.

,,Hann grátbað mig í 30 sekúndur að snerta liminn sinn, þegar ég neitaði því. Þá bað hann mig um að totta sig, ég hlóg að honum. Ég hélt að þetta væri grín. Hann sagðist leyfa mér að fara ef ég myndi kyssa hann, ég sagðist kyssa hann en ekki snerta liminn hans. Kossinn gerði hann enn æstari og hann fór að vera mjög ágengur, hann reyndi að snerta mig en ég ýtti honum frá mér og sagði nei.“

Hún segir að vinkona sín hafi komið inn og allt hafi róast, hún hélt að allt væri búið. ,,Hann dróg mig inn í herbergi, ég var ekki hrædd. Ég hélt að honum væri ekki alvara og sagði honum að ekkert myndi gerast.“

,,Ég snéri mér frá honum, hann reif í nærbuxurnar mínar. Ég reyndi að fara í burtu og hélt fyrir leggöngin mín. Hann stökk á mig.“

Mayorga heldur því fram að Ronaldo hafi nauðgað sér í endaþarminn, án smokks og ekki notað sleipiefni. ,

,,Eftir að hann nauðgaði mér, þá leyfði hann mér ekki að fara. Hann kallaði mig elskuna sína, hann baðst afsökunar. Hann sagðist vera góður strákur fyrir utan eitt prósent.“

,,Ég hélt að hann væri með AIDS og bað hann um að segja mér ef svo væri, hann sagði að hann væri íþróttamaður og að hann væri prófaður á þriggja mánaða fresti. Það væri ekkert að honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar
433Sport
Í gær

Áhyggjur uppi um að Evrópudeildin sé orðin of veik í kjölfar breytinga

Áhyggjur uppi um að Evrópudeildin sé orðin of veik í kjölfar breytinga
433Sport
Í gær

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði
433Sport
Í gær
Missir af EM