Fabio Grosso, knattspyrnustjóri franska liðsins Lyon, varð fyrir barðinu á fótboltabullum fyrir leik liðsins gegn Marseille sem fram átti að fara í gær.
Leiknum var frestað vegna atviksins en Grosso var alblóðugur eftir að grjóti var kastað í gegnum rúðu liðsrútu Lyon á leið sinni á völlinn í Marseille.
Stuðningsmenn Marseille eru stöðugt til vandræða og árásin á rútuna því ekkert sem er að gerast í fyrsta skiptið.
Hér að neðan má sjá myndir af Grosso eftir árásina.