Ólafur Ingi Skúlason verður næsti þjálfari KR samkvæmt heimildum hlaðvarpsþáttarins Dr. Football.
Frá þessu greinir Dr. Football í dag en Ólafur Ingi er fyrrum atvinnumaður og lagði skóna á hilluna 2020.
Undanfarin tvö ár hefur Ólafur Ingi þjálfað U19 landslið Íslands en mun nú taka við af Rúnari Kristinssyni í Vesturbænum.
Dr. Football greinir á sama tíma frá því að Rúnar sé að taka við Fram og er búist við tilkynningu á næstu dögum.
Ólafur Ingi er fertugur að aldri en hann á að baki 36 landsleiki fyrir Ísland og spilaði sem atvinnumaður frá 2001 til ársins 2018.
Ólafur Ingi Skúlason er nýr þjálfari KR samkvæmt okkar fólki í vesturbænum. Rúnar tekur við Fram. pic.twitter.com/dUSvmtGtK0
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) October 21, 2023