Stuðningsmenn Chelsea ætla að heiðra fyrrum leikmann liðsins, Eden Hazard, fyrir leik gegn Arsenal sem fer fram í dag.
Hazard gaf það út nýlega að hann væri hættur í fótbolta aðeins 32 ára gamall eftir erfið fjögur ár.
Belginn samdi við Real Madrid 2019 en meiðsli settu stórt strik í reikning leikmannsins sem náði sér aldrei á strik á Spáni.
Hazard er þó í guðatölu hjá stuðningsmönnum Chelsea en hann lék með liðinu frá 2012 til 2019.
Risastór borði merktur Hazard verður sjáanlegur á Stamford Bridge í dag er Chelsea fær granna sína í Arsenal í heimsókn.