Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans á svæði Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og að þessu sinni var gestur Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður Stjörnunnar.
Það gengur allt á afturfótunum hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Eftir skelfilegt síðasta tímabil hefur þetta ekki verið neitt betra.
„Maður sér ekkert fyrir endann á þessu bulli,“ sagði Helgi í þættinum.
Hrafnkell tók í svipaðan streng.
„Ég sé enga stjörnu þarna sem á að bera liðið áfram. Svo er auðvitað eitthvað um meiðsli, eins og hjá Reece James sem er svolítið andlit verkefnisins þarna núna.“
Umræðan í heild er í spilaranum.