Stuðningsmenn Manchester United vilja sjá eigendur félagsins, Glazer fjölskylduna, hefja endurbætur á heimavelli þess Old Trafford og það snarasta.
United tók á móti Crystal Palace á laugardag og tapaði 0-1. Liðið hefur farið hræðilega af stað í ensku úrvalsdeildinni.
Eigendurnir eru langt frá því að vera vinsælir á meðal stuðningsmanna og ekki bætir ástandið á Old Trafford úr skák.
Stuðningsmaður birti myndband af því hvernig stúkan lak á leiknum á laugardag og áhorfendur voru rennandi blautir.
Sjón er sögu ríkari, myndband af þessu er hér að neðan.
It was a wet one at Old Trafford today. The Glazers need to invest in fixing the roof of the stadium. 🌧 pic.twitter.com/5b2Ia6QUvo
— Kyle Hall (@KyleHall1996) September 30, 2023