Garth Crooks blaðamaður hjá BBC hjólar fast í Andre Onana og segir hann ekki í þeim gæðaflokki sem Manchester United á að venjast.
Hann segir Onana miklu slakari markvörð en David de Gea sem Manchester United ákvað að láta fara.
„Það er nógu erfitt að vinna leiki þegar markvörðurinn í stuði, en þegar markvörðurinn gerir mistök vikulega þá er þetta mjög erfitt,“ segir Crooks.
Onana var keyptur frá Inter í sumar og hefur farið mjög illa af stað.
„Þetta erfitt þegar þú hefur verið með Peter Schmeichel, Edwin van der Sar og David de Gea í markinu síðustu tuttugu ár. Það er mjög erfitt þegar þú færð markvörð sem er ekki í sama klassa.“
„Andre Onana er í raun ekki á sömu plánetu og þeir,“ segir Crooks.