Jadon Sancho kantmaður Manchester United er áfram í kuldanum hjá Manchester United og Erik ten Hag segir að ekkert hafi breyst.
Sancho og Ten Hag eru í stríði eftir að Sancho sakaði þjálfarann um rógburð í fjölmiðlum.
Ten Hag sagði Sancho ekki komast í hóp og þá sendi Sancho frá sér yfirlýsingu og sakaði Ten Hag um að hafa horn í síðu sér.
Sancho var boðið að biðjast afsökunar en neitar að gera það og þangað til að hann gerir það verður hann í kuldanum.
Búist er við að Sancho fari frá United í janúar og er talið líklegast að hann verði lánaður.
🚨 | Erik ten Hag has confirmed Jadon Sancho remains unavailable for selection. pic.twitter.com/6a823nxbnK
— UtdDistrict (@UtdDistrict) October 6, 2023