fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Bjarni Ben agndofa eftir þessa ræðu Hjörvars í beinni – „Hann er búinn að fletta mér upp“

433
Föstudaginn 27. janúar 2023 19:05

Bjarni Ben og Hjörvar Hafliðason í Íþróttavikunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Gestur með honum var sjálfur Hjörvar Hafliðason, doktor Football.

Benedikt Bóas þáttastjórnandi spurði Bjarna hvort hann næði að fylgjast vel með íþróttum sökum anna?

„Þetta er áhugamál og ég fylgist vel með Stjörnunni. Ég hef ekki verið svo öflugur að mæta á alla heimaleiki en ég mæti þegar ég get. Svo verð ég að segja það að þegar ég fór að fikta að vera með í Fantasy leik enska boltans þá fer maður að hafa áhuga á leikjum allra liða.

Ég er alinn upp við það að vera stuðningsmaður Manchester United og bræður mínir gerðu það líka. Ég átti treyju þegar ég var lítill.“

Hjörvar og félagar eru með Fantasy leik sem þeir ræða mikið sín á milli í þættinum Doktor Football. „Ég skil nú ekki alveg af hverju mér var ekki boðið, ég næ þessu ekki,“ sagði Bjarni og hló en sem stendur er hann númer 236 á Íslandi.

„Ég myndi halda að Bjarni væri skynsamur leikmaður sem væri ekki að taka neina stóra sénsa. Ég myndi halda að hann væri með tvo Newcastle menn í sínu liði. Markmanninn og einn varnarmann,“ sagði Hjörvar og Bjarni horfði agndofa á doktorinn þylja upp. „Hann er búinn að fletta mér upp,“ sagði Bjarni en Hjörvar neitaði því.

„Ég samþykkti að koma inn í einhverjar deildir í fyrra og var ömurlegur. Ég las ekki reglurnar og var með menn sem voru slasaðir og ég komst mjög illa frá vetrinum í fyrra. En núna las ég reglurnar og mér gengur betur núna.“

Hjörvar spurði þá hvenær hann hefði keypt Erling Braut Haaland. „Ég var alveg sannfærður og setti hann strax sem fyrirliða. Hann er búinn að moka inn stigum fyrir mig eins og aðra.“

Hjörvar sagði að Kieran Trippier væri að sjálfsögðu í sínu liði. „Ég er alltaf með Harry Kane því ég hef trú á honum. Ég spila alltaf ódýrt í markinu. Það hefur verið mín taktík svo er ég með Almiron. Hann hefur verið að tikka vel inn og það er ekkert sem gleður Fantasy spilara meira en þegar ódýrir leikmenn skila inn mörgum stigum.“

Bjarni sagði að hann hefði gert mistök með því að veðja á Son Heung-min leikmaður Tottenham myndi vera góður í ár. „Ég gafst upp á honum snemma.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
Hide picture