Zlatan Ibrahimovic gæti verið að snúa aftur til AC Milan samkvæmt Calciomercato á Ítalíu.
Svíinn lagði skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð sem leikmaður Milan en félagið vill fá hann aftur sem þjálfara.
Milan vill fá Zlatan inn í teymi aðalliðsins þar sem hann myndi starfa með Stefano Pioli, aðalþjálfara.
Zlatan átti glæstan knattspyrnuferil þar sem hann skorðai 496 mörk í 827 leikjum í félagsliðaboltanum.
Lék hann fyrir lið á borð við Barcelona, Manchester United, Paris Saint-Germain, Inter, Juventus og auðvitað Milan.