Barcelona 3 – 2 Celta
0-1 Jorgen Larsen(’19)
0-2 Anastasios Douvikas(’76)
1-2 Robert Lewandowski(’81)
2-2 Robert Lewandowski(’85)
3-2 Joao Cancelo(’89)
Barcelona bauð upp á sturlaða endurkomu í kvöld er liðið mætti Celta Vigo á heimavelli.
Börsungar lentu óvænt 2-0 undir en seinna mark Celta var skorað er 14 mínútur voru til leiksloka.
Þá var komið að Robert Lewandowski að svara en hann gerði tvö mörk með stuttu millibili og jafnaði metin.
Joao Cancelo skoraði svo sigurmarkið á 89. mínútu og fullkomnaði frábæra endurkomu.