Jesse Lingard, fyrrum leikmaður Manchester United, er mættur til Sádi Arabíu eða til liðsins Al Ettifaq.
Lingard þekkir stjóra Ettifaq ansi vel en það er Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool sem hefur einnig þjálfað Aston Villa á Englandi.
Lingard mun vera hjá Ettifaq næsta mánuiðinn en hann fær að æfa þar en hvort hann fái samning er óljóst.
Sóknarmaðurinn er samningslaus eftir að hafa yfirgefið Nottingham Forest í sumar.
Lingard átti afskaplega lélegt tímabil með Forest síðasta vetur og hefur ekki náð að tryggja sér nýjan samning hjá félagi.