Manchester United verður án þeirra Raphael Varane, Harry Maguire og Mason Mount gegn Bayern Munchen annað kvöld.
Liðin mætast í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Varane og Mount hafa báðir verið frá vegna meiðsla í undanförnum leikjum en Maguire er nýtt nafn á listanum. Hann fer heldur ekki til Munchen.
United hefur farið afar illa af stað á leiktíðinni og mikilvægt að ná í góð úrslit í fyrsta leik Meistaradeildarinnar.