Jesse Lingard er enn án félags þó svo að tímabilið í helstu deildum Evrópu sé komið á fullt skrið.
Hinn þrítugi Lingard hefur æft með West Ham undanfarið og þótt standa sig vel. Það hefur mikið verið talað um að félagið gæti boðið honum samning en það hefur ekki enn gerst.
Sky Sports bendir á að West Ham sé enn með laust pláss í úrvalsdeildarhópi sínum svo það er ekki úr vegi að semja við Lingard.
Þá breytir engu að félagaskiptaglugginn sé lokaður þar sem Lingard er án félags.
Lingard var á láni hjá West Ham árið 2021 þar sem hann skoraði níu mörk í 16 leikjum og átti afar góðu gengi að fagna.
Hann hafnaði því að ganga til liðs við félagð fyrir ári síðan en hann fékk þá svakalegt tilboð frá Nottingham Forest.