Það eru engar líkur á að Thiago Alcantara fari frá Liverpool til Tyrklands áður en glugginn þar í landi lokar í kvöld.
Thiago gekk í raðir Liverpool árið 2020 en tími hans þar hefur einkennst af meiðslum.
Nokkrir miðjumenn Liverpool hafa yfirgefið félagið í sumar en Thiago mun ekki gera slíkt hið sama.
Fenerbaçe og Trabzonspor hafa sýnt honum áhuga en munu ekki klófesta hann fyrir lok gluggans.
Thiago er 32 ára gamall og á ár eftir af samningi sínum við Liverpool.
Thiago Alcantara has been linked with Turkish clubs Fenerbaçe & Trabzonspor including details of formal proposal for the Spanish midfielder 🔴🇹🇷
⛔️ Understand there’s absolutely NO chance. Thiago always wanted to stay at Liverpool this summer and won’t move to Turkey. pic.twitter.com/EtOyWLnOeB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 15, 2023