Laurent Blanc hefur verið rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Lyon, félagið hefur staðfest þetta.
Lyon hefur farið hörmulega af stað í Ligue 1 í Frakklandi og er Blanc rekinn vegna þess.
Lyon situr í neðsta sæti deildarinnar og voru stuðningsmenn félagsins ansi ósáttir.
Blanc sem er 57 ára gamall hefur áður stýrt franska landsliðinu og PSG en er nú atvinnulaus.
Blanc átti frábæran feril sem leikmaður og lék meðal annars með Manchester United, Barcelona og Inter.