Arsenal hefur selt hinn 19 ára gamla Marcelo Flores til Tigres í Mexíkó.
Flores, sem getur spilað framarlega á miðju og á kantinum, kom inn í unglingastarf Arsenal árið 2019 frá Ipswich. Hann var á láni hjá Real Oviedo á síðustu leiktíð en hefur aldrei spilað fyrir aðallið Arsenal.
Kaupverðið er töluvert undir einni milljón punda.
Flores er fæddur í Kanada en er mexíkóskur landsliðsmaður.
Kappinn gerir tveggja ára samning við Tigres.
🇲🇽 𝕸𝖆𝖗𝖈𝖊𝖑𝖔 𝕱𝖑𝖔𝖗𝖊𝖘 𝔢𝔰 𝔡𝔢 𝔗𝔦𝔤𝔯𝔢𝔰 🐯#PerfilTigre pic.twitter.com/1vFhxIQIYV
— Club Tigres 🐯 (@TigresOficial) September 10, 2023